Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fim 22. desember 2022 21:12
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu mörkin: Mahrez kom Man City yfir en Salah svaraði tæpri mínútu síðar
Leikur Manchester City og Liverpool er hin mesta skemmtun en staðan er nú 2-2.

Liðin skildu jöfn í hálfleik 1-1 eftir mörk frá Erling Braut Haaland og Fabio Carvalho. Þetta hefur verið frekar opin leikur til þessa og færi á báða bóga.

Skemmtunin er enn í gangi því þegar tæpar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Riyad Mahrez annað mark City. Rodri átti fallega sendingu inn í teiginn og tók Mahrez frábæra fyrstu snertingu áður en hann lagði boltann í vinstra hornið.

Aðeins 47 sekúndum síðar jafnaði Mohamed Salah fyrir Liverpool en Darwin Nunez á heiðurinn að því marki. Hann fékk boltann upp vinstri vænginn og var Salah við hlið hans. Nunez beið og beið eftir að Salah gat losað sig við varnarmanninn og þá kom sendingin áður en Salah skoraði örugglega.

Bæði mörkin má sjá hér fyrir neðan.

Markið hjá Riyad Mahrez

Markið hjá Mohamed Salah
Athugasemdir
banner
banner