
Paul Parker, fyrrum leikmaður Manchester United, telur að Lisandro Martínez sé að einhverju leyti pirraður þrátt fyrir að Argentína hafi unnið heimsmeistaratitilinn.
Martínez, sem er á mála hjá Man Utd, var í ákveðnu hlutverki hjá Argentínu á mótinu og kom hann ekki við sögu í úrslitaleiknum gegn Frakklandi.
„Hann hlýtur að hafa verið brjálaður því Nicolas Otamendi var að spila á undan honum, sem er algjör bilun," segir Parker.
„Hann er örugglega vonsvikinn. Þeir unnu úrslitaleikinn en hann spilaði ekki og það er örugglega skrítin tilfinning. Það er öðruvísi tilfinning að setja medalíu um hálsinn á þér þegar þú lagðir ekki mikið af mörkum."
Martínez hefur leikið afskaplega vel með Man Utd á þessari leiktíð en hann var skiljanlega í fríi gegn Burnley í deildabikarnum í gærkvöldi.
Athugasemdir