Jadon Sancho var ekki í leikmannahópi Manchester United gegn Burnley í enska deildabikarnum í gær.
Á meðan HM í Katar var í gangi þá var Sancho sendur til Hollands í sérstaka einstaklingsþjálfun. Erik ten Hag, stjóri Man Utd, mælti með því fyrir hann.
Sancho hefur valdið vonbrigðum á þessari leiktíð hjá United og ekki spilað nægilega vel. Ten Hag hefur talað um það að Sancho sé að reyna að styrkja sig - bæði andlega og líkamlega - en þegar hann var spurður út í kantmanninn eftir leik gegn Burnley í gær þá gat hann lítið sagt.
„Nei," sagði Ten Hag einfaldlega þegar hann var spurður út í það hvort hann gæti gefið einhverjar upplýsingar um Sancho.
Man Utd keypti Sancho fyrir 73 milljónir punda frá Borussia Dortmund sumarið 2021. Hann er síðan þá búinn að skora átta mörk og leggja upp fjögur í 52 leikjum.
Athugasemdir