Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fim 22. desember 2022 14:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umtalaður vinur Ronaldo fundaði með Al Nassr - Sjö ára samningur?
Ricky Regufe í rauða bolnum í göngutúr með portúgalska landsliðinu á HM.
Ricky Regufe í rauða bolnum í göngutúr með portúgalska landsliðinu á HM.
Mynd: Portúgal
Ricky Regufe, hægri handarmaður Cristiano Ronaldo, fundaði með Al Nassr í Sádí-Arabíu í gær.

Frá þessu segir fjölmiðlamaðurinn Bruno Andrade á samfélagsmiðlum sínum.

Reguef hefur starfað fyrir Ronaldo síðan 2018 í hinum ýmsum málum. Hann var í kringum portúgalska landsliðið á HM í Katar en mörgum þótti það furðulegt.

Ronaldo, sem er einn besti fótboltamaður sögunnar, virðist vera að færast nær Al Nassr. Marca segir frá því í dag að hann muni skrifa undir sjö ára samning við félagið.

Hann muni þá leika með félaginu í um tvö og hálft ár og gerast svo sendiherra fyrir Sádí-Arabíu þar á eftir. Talið er að stjórnvöld í Sádí-Arabíu séu að hjálpa Al Nassr við að landa Ronaldo en það myndi hjálpa orðspori landsins að fá portúgölsku ofurstjörnuna þangað yfir.

Ronaldo verður launahæsti fótboltamaður sögunnar ef hann fer yfir til Al Nassr.
Athugasemdir
banner
banner
banner