mið 23. janúar 2019 08:22
Magnús Már Einarsson
Bergwijn til Man Utd eða Tottenham?
Powerade
Steven Bergwijn er orðaður við Manchester United og Tottenham.
Steven Bergwijn er orðaður við Manchester United og Tottenham.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með slúður dagsins. Njótið!



Arsenal gæti leyft Aaron Ramsey (28) að fara til Juventus í þessum mánuði ef það verður til þess að félagið geti fengið Denis Suarez (25) á láni frá Barcelona og James Rodriguez (27) á láni frá Real Madrd. (Independent)

Ekkert verður af lánssamningi Denis Suarez til Arsenal þar sem félagið náði ekki samkomulagi við Barcelona um hvert mögulegt kaupverð ætti að verða í framtíðinni. (Mail)

Arsenal vildi fá Eric Bailly (24) varnarmann Manchester United á láni en United vill ekki lána hann. (Mail)

Real Madrid er að undirbúa 90 milljóna punda tilboð í Paulo Dybala (25) framherja Juventus. (Sun)

Rafael Benítez, stjóri Newcastle, ætlar að hætta eftir tímabilið ef hann fær ekki þá tvo leikmenn sem hann hefur óskað eftir í þessum mánuði. (Telegraph)

Miguel Almiron (24) miðjumaður Atlanta United er efstur á óskalista Benítez. (Mirror)

Barcelona er við það að hafa betur gegn Manchester City og PSG í baráttunni um Frenkie de Jong (21) miðjumann Ajax. (Express)

Cesar Azpilicueta, varnarmaður Chelsea, gæti misst sæti sitt í liðinu þar sem Maurizio Sari ætlar að reyna að fá hægri bakvörðinn Elseid Hysaj (24) frá Napoli. (Mirror)

Newcastle hefur boðið 4,3 milljónir punda til að fá Gelson Martins (23) kantmann Atletico Madrid á láni. (AS)

RB Leipzig ætlar að bjóða Paul Mitchell, yfirmanni íþróttamála, nýjan samning til að koma í veg fyrir að hann fari til Manchester United. (AS)

Manchester United þarf að berjast við Tottenham um Steven Bergwijn (21) kantmann PSV Eindhoven. (Sun)

West Ham hefur sagt Marko Arnautovic (29) að hann megi fara frá félaginu í sumar ef ásættanlegt tilboð kemur inn á borð. (Telegraph)

Monchi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma, kemur til greina sem tæknilegur ráðgjafi hjá Arsenal. (Independent)

Sam Allardyce segist hafa viljað fá Pierre-Emerick Aubameyang (29) frá Borussia Dortmund þegar hann var stjóri Everton. (Talksport)

PSG hefur boðið í Idrissa Gueye (29) miðjumann Everton. (L'Equipe)

Everton væri reiðbúið að selja Gueye á 40 milljónir punda til að fjármagna kaup á nýjum framherja. (Mirror)

Chelsea er í kapphlaupi við tímann að klára lánssamning Gonzalo Higuain (31) fyrir leikinn gegn Tottenham í undanúrslitum enska deildabikarsins annað kvöld. (Mail)

Benjamin Mendy (24) vinstri bakvörður Manchester City er klár eftir hnémeiðsli og verður í hópnum gegn Burton í deildabikarnum í kvöld. (Independent)

Fimm ungir leikmenn gætu fengið sinn fyrsta leik með Manchester City í kvöld en liðið vann fyrri leikinn gegn Burton 9-0. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner