Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. janúar 2019 15:00
Elvar Geir Magnússon
Cardiff skipulagði ekki flugið
Flugvél af sömu gerð.
Flugvél af sömu gerð.
Mynd: A Piper Malibu plane
Emiliano Sala.
Emiliano Sala.
Mynd: Getty Images
Það var ekki Cardiff City sem skipulagði einkaflug Emiliano Sala frá Nantes til Cardiff. Það voru menn á vegum argentínska sóknarmannsins sem sáu um skipulagninguna samkvæmt fréttum enskra fjölmiðla, þar á meðal umboðsmaðurinn Willie MacKay.

Dave Ibbotson, 60 ára þriggja barna breskur faðir, var ráðinn til að fljúga eins hreyfils vélinni (Piper PA-46 Malibu) sem talið er að hafi hrapað í Ermarsundið á mánudagskvöld.

Ekki er talið að vélin hafi verið búin flugrita og þá er hinn svokallaði 'svarti kassi' venjulega ekki í svona léttum flugvélum.

Mehmet Dalman, stjórnarformaður Cardiff, segist hafa boðið Sala að skipuleggja fyrir hann flugið en leikmaðurinn hafi afþakkað það.

Það er „engin von" um að Sala og flugmaðurinn finnist á lífi. Þetta segir John Fitzgerald sem stýrir leit að flugvélinni.

Sjá einnig:
Engin von talin á að nokkur finnist á lífi
Sala var hræddur fyrir flugið
Emiliano Sala - Fæddist í Argentínu en orðsporið varð til í Frakklandi
Flugsérfræðingur setur stórt spurningamerki við flugvélina
Viðamikil leit að flugvélinni - Búist við að báðir séu látnir
Stuðningsmenn Nantes safnast saman með gula túlípana
Lagst á bæn í Cardiff og Nantes
Athugasemdir
banner
banner
banner