mið 23. janúar 2019 12:22
Elvar Geir Magnússon
Engin von talin á að nokkur finnist á lífi
Leitin að flugvélinni og farþegum hennar stendur yfir en hefur engan árangur borið.
Leitin að flugvélinni og farþegum hennar stendur yfir en hefur engan árangur borið.
Mynd: Samsett
Það er „engin von" um að Emiliano Sala og flugmaðurinn finnist á lífi. Þetta segir John Fitzgerald sem stýrir leitinni úr lofti.

Flugvél með Sala innanborðs hvarf af ratsjám á mánudagskvöld og er talið að hún hafi hrapað í Ermarsundið. Argentínski sóknarmaðurinn var nýgenginn í raðir Cardiff City og var á leið til Wales frá Nantes í Frakklandi.

Fitzgerald segir að fólk í besta standi líkamlega geti aðeins lifað örfáar klukkustundir í sjónum.

Leitin að flugvélinni og þeim tveimur sem voru um borð fór aftur í gang í morgun. Þrjár flugvélar og ein þyrla eru nú að leita en enn hafa engar vísbendingar fundist.

„Það er mitt persónulega mat að vonin sé engin. Því miður, það tel ég. Á þessum árstíma eru aðstæður þarna hrikalegar ef þú ert ofan í sjónum," segir Fitzgerald.

„Ég er hér í flugvél sem virðist vera að detta í sundur og ég er á leið til Cardiff," sagði Sala í skilaboðum sem hann sendi fjölskyldu sinni á mánudagskvöld en um er að ræða litla eins hreyfils flugvél.

Sjá einnig:
Sala var hræddur fyrir flugið
Emiliano Sala - Fæddist í Argentínu en orðsporið varð til í Frakklandi
Flugsérfræðingur setur stórt spurningamerki við flugvélina
Viðamikil leit að flugvélinni - Búist við að báðir séu látnir
Stuðningsmenn Nantes safnast saman með gula túlípana
Lagst á bæn í Cardiff og Nantes
Athugasemdir
banner
banner