mið 23. janúar 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Fylkir og Fram eigast við
Fylkismenn mæta Fram í Reykjavíkurmótinu.
Fylkismenn mæta Fram í Reykjavíkurmótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fjórir leikir eru á dagskrá í dag á íslenska undirbúningstímabilinu. Leikirnir fjórir eru í fjórum mismunandi mótum.

Í Reykjavíkurmóti karla mætast Fylkir og Fram í Egilshöll. Fylkir er með fjögur stig fyrir leikinn og getur með sigri eða jafntefli tryggt sig í undanúrslit. Ef Fram vinnur þá fer Safamýrarliðið í undanúrslit Reykjavíkurmótsins.

Haukar og Álftanes eigast við í B-riðli Faxaflóamóts kvenna klukkan 18:00. Leikurinn er á Ásvöllum.

C-deild Fótbolta.net mótsins fer af stað með leik Hvíta riddarans og Þróttar Vogum í Mosfellsbæ.

Þá mætast KA 2 og Völsungur í Kjarnafæðismótinu á Akureyri. Fyrir leikinn eru bæði lið með eitt stig. Völsungur hefur leikið þrjá leiki og KA 2 leikið fjóra leiki.

Leikir dagsins:

Reykjavíkurmót karla - B-riðill
21:00 Fylkir - Fram (Egilshöll)

Faxaflóamót - B-riðill
18:00 Haukar - Álftanes (Ásvellir)

Fótbolta.net mótið - C-deild, riðill 1
20:00 Hvíti riddarinn - Þróttur V. (Varmárvöllur - gervigras)

Kjarnafæðismótið A-deild
20:15 KA 2 - Völsungur (Boginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner