Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 23. janúar 2019 13:00
Oddur Stefánsson
Heimild: 90Min 
Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni Hudson-Odoi
Mynd: Getty Images
Samkvæmt Bild hefur Liverpool ákveðið að slást í hóp þeirra sem eru að reyna kaupa hinn 19 ára Callum Hudson-Odoi. En Bayern München er einnig að reyna fá unga leikmanninn til Þýskalands.

Mikið hefur verið talað um að þýska stórveldið hafi boðið Chelsea 35 milljónir punda fyrir Odoi og vilja ólmir fá hann í raðir klúbbsins.

Þýski miðillinn Bild greinir frá því að Liverpool hafi hitt umboðsmann hans fyrr í þessum mánuði og reynt að tala hann úr því að fara til Þýskalands.

RB Leipzig hefur einnig boðið í leikmanninn unga en það er ekki talið að þeir geti ekki verið á pari við Bayern og Liverpool fjárhagslega.

Ekki er staðfest hvort að Liverpool sé tilbúið að bjóða jafn mikið fyrir leikmanninn og Bayern en Chelsea vill líklega frekar selja hann til Þýskalands heldur en Anfield.

Liverpool og Bayern mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 19. febrúar og er spurning hvort að Odoi komi við sögu í þeim leik þar sem það er lítið eftir af félagaskiptaglugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner