Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. janúar 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Mendy klár á ný - Guardiola í skýjunum
Benjamin Mendy.
Benjamin Mendy.
Mynd: Getty Images
Benajmin Mendy verður í leikmannahópi Manchester City gegn Burton í kvöld eftir að hafa verið frá keppni síðan í nóvember vegna meiðsla á hné.

Mendy var einnig lengi frá vegna hnémeiðsla á síðasta tímabili en hann hefur einungis náð að spila átján leiki síðan hann kom til félagsins frá Mónakó 49 milljónir punda sumarið 2017.

Fabian Delph leysti stöðu vinstri bakvarðar í fjarveru Mendy á síðasta tímabili og í vetur hefur Oleksandr Zinchenko spilað mikið þar. Pep Guardiola, stjóri City, fagnar því hins vegar að fá Mendy aftur.

„Við höfum saknað hans mikið. Ég hafði það á tilfinningunni að hann gæti gefið okkur eitthvað auka. Svo vonandi, á síðari hluta tímabils og í framtíðinni getum við notað hann," sagði Guardiola.

„Þegar hann kemur upp vinstra megin er hann óstöðvandi, sérstaklega á síðasta þriðjungi. Hann er svo klókur. Hann sendir ekki fyrir bara til að senda fyrir. Hann er klókur í þessari stöðu."
Athugasemdir
banner
banner
banner