Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. janúar 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Van Dijk fyrsti varnarmaðurinn í 14 ár?
Mynd: Getty Images
John Barnes, fyrrum sóknarmaður Liverpool, telur að Virgil van Dijk geti hreppt verðlaunin sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni ef hann heldur sínu striki.

Van Dijk hefur farið á kostum síðan hann gekk í raðir Liverpool frá Southampton fyrir ári síðan. Hann kostaði Liverpool 75 milljónir punda og hefur svo sannarlega staðið undir verðmiðanum.

Liverpool er í stórum möguleiká að vinna efstu deildina á Englandi í fyrsta sinn í 29 ár og á Van Dijk stóran þátt í því. Barnes telur að ef Liverpool verður meistari þá séu góðar líkur á því að Van Dijk verði valinn bestur.

„Ef hann spilar eins og hann hefur verið að spila og ef Liverpool verður meistari, þá gæti hann verið valinn bestur," sagði Barnes við The Sport Review, en í fréttinni kemur fram að Barnes sé að tala um þau verðlaun sem leikmannasamtökin veita.

Mohamed Salah, liðsfélagi Van Dijk, vann þau í fyrra, en varnarmaður hefur ekki unnið verðlaunin frá því 2004-05 þegar John Terry, þáverandi fyrirliði Chelsea, vann þau.

„Van Dijk gæti jafnvel unnið líka ef við vinnum ekki deildina," sagði Barnes einnig.

Barnes sagði þá að Hollendingurinn minni sig á Alan Hansen, goðsögn hjá Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner