Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. janúar 2020 20:53
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolta.net mótið: Afturelding fór illa með Njarðvíkinga
Alexander Aron setti tvennu.
Alexander Aron setti tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík 0 - 4 Afturelding
0-1 Jason Daði Svanþórsson ('4)
0-2 Alexander Aron Davorsson ('22)
0-3 Alexander Aron Davorsson ('73, víti)
0-4 Aron Daníel Arnalds ('87)
Rautt spjald: Marc McAusland, Njarðvík ('73)

Afturelding vann Njarðvík í úrslitaleik um toppsæti riðils 1 í B-deild Fótbolta.net mótsins rétt í þessu.

Liðin mættust í Reykjaneshöllinni og tóku gestirnir frá Mosfellsbæ heimamenn í Njarðvík í kennslustund.

Jason Daði Svanþórsson og Alexander Aron Davorsson skoruðu fyrir leikhlé og var staðan 0-2. Marc McAusland fékk svo rautt spjald á 73. mínútu og vítaspyrnu dæmda á sig, sem Alexander Aron skoraði úr.

Aron Daníel Arnalds gerði fjórða og síðasta mark Aftureldingar undir lokin í öruggum sigri.

Afturelding endar því með fullt hús stiga á meðan Njarðvík er með sex stig. Botnliðin tvö, Selfoss og Víkingur Ó., eru stigalaus og eiga aðeins eftir að keppa innbyrðisviðureign.

B-deild - Riðill 1:
1. Afturelding 9 stig 12-3 markatala
2. Njarðvík 6 stig 7-8
3. Víkingur Ó. 0 stig 4-7
4. Selfoss 0 stig 3-8
Athugasemdir
banner