fim 23. janúar 2020 19:23
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Lazaro fer í læknisskoðun hjá Newcastle á morgun
Lazaro hefur komið við sögu í ellefu leikjum á tímabilinu, sex í Serie A.
Lazaro hefur komið við sögu í ellefu leikjum á tímabilinu, sex í Serie A.
Mynd: Getty Images
Austurríski kantmaðurinn Valentino Lazaro fer í læknisskoðun hjá Newcastle á morgun samkvæmt Sky Sports.

Lazaro skrifar undir lánssamning sem gildir út tímabilið með kaupmöguleika næsta sumar.

Lazaro var fenginn til Inter síðasta sumar til að veita Antonio Candreva samkeppni um byrjunarliðssæti en hefur ekki tekist að hrífa Antonio Conte, þjálfara Inter..

Hann þykir öflugur sóknarlega en of slakur varnarlega fyrir 3-5-2 leikkerfið hans Conte. Inter er þess vegna búið að krækja í Ashley Young og Victor Moses í janúarglugganum.

Lazaro er 23 ára gamall og á 26 leiki að baki fyrir austurríska landsliðið. Steve Bruce, stjóri Newcastle, hefur verið í vandræðum með stöðu hægri kantmanns að undanförnu. Í síðustu leikjum hafa Miguel Almiron, Christian Atsu, Javi Manquillo, DeAndre Yedlin og Joelinton spilað stöðuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner