Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. janúar 2021 05:55
Victor Pálsson
England í dag - Íslendingalið í bikarnum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en spilað er á Villa Park í Birmingham.

Aston Villa tekur þar á móti Newcastle og mun freista sigurs eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum.

Andstæðingar Villa voru þó í erfiðari kantinum en liðið spilaði við Manchester United og svo grannana í Manchester City. Báðir leikir töpuðust.

Newcastle er að færast nær botninum eftir slakt gengi undanfarið og hefur fengið aðeins eitt stig úr síðustu fimm leikjum.

Eftir ágætis byrjun er Newcastle nú sjö stigum frá fallsæti og myndu þrjú stig gera mikið í kvöld.

Það er einnig leikið í enska bikarnum og þar eru ansi áhugaverðir leikir á dagskrá yfir daginn.

Þrjú Íslendingalið eru í eldlínunni en Arsenal heimsækir Southampton í fyrsta leik dagsins og þar leikur Rúnar Alex Rúnarsson.

Jón Daði Böðvarsson spilar við Bristol City klukkan 15:00 en hann er á mála hjá Millwall sem er í næst efstu deild.

Daníel Leó Grétarsson og hans menn í Blackpool spila þá við úrvalsdeildarlið Brighton á sama tíma. Daníel er fjarverandi vegna meiðsla og tekur ekki þátt.

Lokaleikurinn er viðureign Cheltenham Town og Manchester City en þar er flautað til leiks klukkan 17:30.

Dagskrána má sjá hér fyrir neðan.

Enska úrvalsdeildin:
20:00 Aston Villa - Newcastle

Enski bikarinn:
12:15 Southampton - Arsenal
15:00 West Ham - Doncaster
15:00 Brighton - Blackpool
15:00 Sheffield United - Plymouth
15:00 Swansea - N. Forest
15:00 Barnsley - Norwich
15:00 Millwall - Bristol City
17:30 Cheltenham - Manchester City
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner