Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. janúar 2021 17:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Roma í þriðja sæti eftir sigur í sjö marka leik
Roma er í þriðja sæti Serie A.
Roma er í þriðja sæti Serie A.
Mynd: Getty Images
Venezia vann 1-0 sigur og er í níunda sæti B-deildarinnar.
Venezia vann 1-0 sigur og er í níunda sæti B-deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Roma 4 - 3 Spezia
1-0 Borja Mayoral ('17 )
1-1 Roberto Piccoli ('24 )
2-1 Borja Mayoral ('52 )
3-1 Rick Karsdorp ('55 )
3-2 Diego Farias ('59 )
4-2 Lorenzo Pellegrini ('90 )
4-3 Daniele Verde ('90 )

Roma skellti sér upp í þriðja sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Spezia í stórskemmtilegum leik.

Staðan var 1-1 í hálfleik en fimm mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum. Svo fór að Roma vann að lokum 4-3 sigur gegn nýliðum Spezia.

Roma er í þriðja sæti, þremur stigum frá Inter í öðru sæti og sex stigum frá toppliði AC Milan. Spezia er í 14. sæti.

Leikir kvöldsins í Serie A:
17:00 AC Milan - Atalanta (Stöð 2 Sport 4)
17:00 Udinese - Inter Milan
19:45 Fiorentina - Crotone

Bjarki og Óttar ekki með
Íslendingalið Venezia vann 1-0 sigur gegn Cittadella í ítölsku B-deildinni. Hvorki Bjarki Steinn Bjarkason né Óttar Magnús Karlsson voru með liðinu. Óttar er að glíma við meiðsli og verður frá næstu 6-8 vikurnar. Venezia er í níunda sæti deildarinnar eftir sigurinn í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner