Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. janúar 2022 18:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Auðveldur dagur í höfuðborginni fyrir Bayern
Sane skoraði.
Sane skoraði.
Mynd: Getty Images
Það voru tveir leikir á dagskrá í deild þeirra bestu í Þýskalandi í dag. Bayern München jók forskot sitt á toppi deildarinnar aftur í sex stig með þægilegum sigri í höfuðborginni.

Corentin Tolisso kom Bayern í forystu um miðbik fyrri hálfleiks og undir lok hálfleiksins skoraði Thomas Muller annað markið.

Kantmennirnir öflugu Leroy Sane og Serge Gnabry skoruðu í seinni hálfleiknum áður en Jurgen Ekkelenkamp minnkaði muninn fyrir Hertha.

Lokatölur 1-4 fyrir Bayern sem er aftur með sex stiga forskot á Dortmund á toppnum. Hertha er í 13. sæti deildarinnar.

Í hinum leik dagsins var það RB Leipzig sem stóð uppi sem sigurvegari. Það tók tíma fyrir Leipzig að brjóta ísinn gegn Wolfsburg, en það tókst loksins á 76. mínútu. Varnarmaðurinn Willi Orban skoraði og kollegi hans í vörninni, Josko Gvardiol, bætti við öðru marki á 85. mínútu.

Leipzig með 2-0 sigur og er liðið í sjötta sæti með 31 stig. Wolfsburg hefur ekki átt gott tímabil og er liðið í 15. sæti.

RB Leipzig 2 - 0 Wolfsburg
1-0 Willi Orban ('76 )
2-0 Josko Gvardiol ('85 )

Hertha 1 - 4 Bayern
0-1 Corentin Tolisso ('25 )
0-2 Thomas Muller ('45 )
0-3 Leroy Sane ('75 )
0-4 Serge Gnabry ('79 )
1-4 Jurgen Ekkelenkamp ('80 )
Athugasemdir
banner
banner
banner