lau 23. febrúar 2019 15:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Höskuldur lék í bikarnum - Gísli og Óttar skoruðu
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður á 21. mínútu þegar Halmstad vann góðan 2-1 sigur gegn Sirius í sænsku bikarkeppninni í dag.

Í sænsku bikarkeppninni er riðlakeppni og komast sigurvegarar riðlanna áfram í 8-liða úrslit. Halmstad er með fjögur stig og er á toppnum í sínum riðli.

Þá spilaði Mjällby undir stjórn Milos Miljevic, fyrrum þjálfara Víkings R. og Breiðabliks, gegn Bromölla í æfingaleik.

Gísli Eyjólfsson og Óttar Magnús Karlsson voru báðir í byrjunarliði Mjällby og skoruðu þeir báðir. Gísli skoraði með hjólhestaspyrnu, en Óttar skoraði af vítapunktinum.

Mjällby, sem verður nýliði í sænsku B-deildinni á komandi tímabili, vann að lokum 4-1 sigur.
Athugasemdir
banner
banner
banner