þri 23. febrúar 2021 20:05
Aksentije Milisic
Tíu þúsund manns gætu mætt á úrslitaleik FA bikarsins
Smekkfullur Wembley.
Smekkfullur Wembley.
Mynd: Getty Images
Möguleiki er á að tíu þúsund manns verði hleypt inn á Wembley leikvanginn þann 15. maí þegar úrslitaleikur FA bikarsins fer fram, þrátt fyrir að reglur ríkisstjórnarinnar á Englandi segi til um að það megi ekki fyrr en 17. maí.

Verið er að skoða að gera þetta sem próftilraun fyrir EM 2020 sem fer fram næsta sumar.

Forsætisráðherra Englands, Boris Johnson, tilkynnti það í gær að þann 17. maí mættu allt að tíu þúsund manns mæta á leiki í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar en nú er möguleiki á því að það verði leyft þann 15.

Heimildir frá Englandi segja að ekki er hægt að færa bikarúrslitaleikinn seinna í mánuðinum vegna þess að það þarf að afhenda UEFA leikvanginn fljótlega eftir leikinn vegna Evrópumótsins.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner