lau 23. mars 2019 11:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir Már hjálpar Lima við góðgerðarstarfsemi
Icelandair
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ildefons Lima.
Ildefons Lima.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vöktu fáir jafn mikla athygli í leik Íslands og Andorra í gær og Ildefons Lima, fyrirliði Andorra.

Ildefons Lima er 39 ára gamall varnarmaður sem spilar með Santa Coloma í heimalandinu. Hann var hluti af liði Santa Coloma sem mætti Val í forkeppni Evrópudeildarinnar á síðasta ári.

Þar spilaði hann gegn íslenska landsliðsmanninum Birki Má Sævarssyni.

Eftir að hafa spilað á móti Birki birti Lima mynd af þeim félögum á Instagram. Hann fékk einnig Valstreyju sem Birkir hafði leikið í. Valur Páll Eiríksson, íþróttafréttamaður á RÚV, vakti athygli á þessu á Twitter í gær og skrifaði:

„Það eru fáir sem vita að Ildefons Lima, fyrirliði Andorra, er formaður aðdáendaklúbbs Birkis Más Sævarssonar."

Lima svaraði þessu á Twitter og kom því á framfæri að Birkir væri að hjálpa honum við góðgerðarmál í Andorra.

„Ekki enn. Birkir Már hjálpar okkur við góðgerðarmál fyrir börn í Andorra. Góður maður," skrifaði Lima.


Fallega gert hjá Birki sem varð í gær næst leikjahæsti landsliðsmaður Íslandssögunnar. Hann lék sinn 89. landsleik í gær og er nú jafn Hermanni Hreiðarssyni í öðru sæti. Á toppnum er Rúnar Kristinsson með 104 landsleiki.

Birkir Már lagði upp seinna mark Íslands í 2-0 sigri í Andorra í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner