lau 23. mars 2019 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: ESPN 
Coutinho sagður falur fyrir 90 milljónir punda
Mynd: Getty Images
ESPN telur sig hafa heimildir fyrir því að Barcelona sé tilbúið að selja Philippe Coutinho fyrir 90 milljónir punda.

Þetta er Barcelona tilbúið að gera þrátt fyrir óskir leikmannsins um að vera áfram hjá félaginu.

Coutinho hefur verið inn og út úr liðinu hjá Börsungum á þessu tímabili. Hann virðist ekki vera vinsæll hjá stuðningsmönnum. Það var baulað á hann í 3-1 sigri Barcelona gegn Rayo Vallecano fyrr í þessum mánuði.

Hinn 26 ára gamli Coutinho hefur til að mynda verið orðaður við Manchester United. Það myndi örugglega ekki falla vel í kramið hjá stuðningsmönnum Liverpool þar sem Coutinho var keyptur til Barcelona frá Liverpool í janúar á síðasta ári. Hann var frábær fyrir Liverpool.

„Barcelona hefur ekki borist tilboð, en það eru félög sem hafa lýst yfir áhuga," segir heimildarmaður ESPN.

Coutinho er þriðji dýrasti leikmaður sögunnar. Hann kostaði 105 milljónir punda (gæti farið í 142 milljónir punda). Hann hefur ekki staðist væntingar; langt því frá.

Samkvæmt frétt ESPN er Coutinho ánægður hjá Barcelona.

„Hann er mjög ánægður og nýtur þess að vera á æfingum, en þegar hann fer inn á völlinn þá gerist eitthvað og hlutirnir ganga ekki vel," segir heimildarmaðurinn sem á að þekkja mjög vel til hjá Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner