Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. mars 2019 16:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe með tvær dýfur í síðustu tveimur leikjum
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe er magnaður fótboltamaður, einn sá besti á þessari plánetu. Það er engin spurning.

En í síðustu tveimur fótboltaleikjum sem hann hefur spilað hefur hann gerst sekur um leiðinda-leikaraskap.

Hann ætlaði að reyna að krækja í vítaspyrnu undir lok leiks Frakklands og Moldavíu í undankeppni EM í gær. Í stöðunni 4-1 í uppbótartíma lét hann sig falla innan teigs. Dómarinn keypti það ekki og spjaldaði Mbappe.

Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Mbappe gerist sekur um skrautlegan leikaraskap. Hann lét sig einnig falla mjög auðveldlega þegar PSG var að spila gegn Marseille í frönsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Er ekki best bara að sleppa þessu?

Mbappe og félagar hans í franska landsliðinu mæta Íslandi á mánudaginn.







Athugasemdir
banner
banner
banner