Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. mars 2019 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi tók þátt í Alþjóðlega Downs-deginum
Mynd: Getty Images
Alþjóðlegi Downs-dagurinn er haldinn þann 21. mars ár hvert. Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis og með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu.

Fólk um allan heim klæðist mislitum sokkum 21. mars til að fagna og sýna samstöðu með margbreytileikanum.

Lionel Messi, einn besti fótboltamaður allra tíma, tók þátt í deginum í ár með því að klæðast mislitum sokkum. Hann deildi mynd af sokkunum sínum á Instagram.

Messi skoraði á Luis Suarez, Sergio Agüero og eiginkonu sína, Antonella Roccuzzo, til að taka einnig þátt í deginum. Öll tóku þau áskorun Messi.

Hér að neðan má sjá myndina sem Messi deildi. Flottur Spiderman-sokkur!


Athugasemdir
banner
banner
banner