Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. mars 2019 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho eftirsóttur - Dybala fyrir Salah?
Powerade
Sancho kemur við sögu í slúðurpakkanum.
Sancho kemur við sögu í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Er Dybala á leið til Liverpool?
Er Dybala á leið til Liverpool?
Mynd: Getty Images
Coutinho er sagður til sölu.
Coutinho er sagður til sölu.
Mynd: Getty Images
Slúðrið er klárt. Vindum okkur í það!



Manchester United og Paris Saint-Germain eru tilbúin að bjóða 70 milljónir punda í Jadon Sancho (18), leikmann Borussia Dortmund og enska landsliðsins. (Sun)

Barcelona er tilbúið að selja Philippe Coutinho (26) ef tilboð upp á meira en 90 milljónir punda berst. Coutinho vill vera áfram hjá Barcelona. (ESPN)

Juventus er að undirbúa að bjóða Paulo Dybala (25) og 44 milljónir punda fyrir Mohamed Salah (26) í sumar. (Tuttosport)

Tottenham er tilbúið að losa sig við hægri bakverðina Kieran Trippier (28) og Serge Aurier (26) í sumar. Everton hefur áhuga á Trippier, sem er metinn í kringum 20 milljónir punda. (Sun)

Manchester United getur keypt Toni Kroos (29), miðjumann Real Madrid, fyrir 50 milljónir punda í sumar. Kroos var næstum því farinn til United frá Bayern München 2013. (Sun)

Man Utd er að undirbúa stórt tilboð í Kalidou Koulibaly (27), varnarmann Napoli. (Mirror)

Það er í forgangi hjá Real Madrid að fá Kylian Mbappe (20) frá Paris Saint-Germain. (AS)

Ander Herrera (29) vonast til að skrifa undir nýjan samning við Man Utd þrátt fyrir áhuga PSG. (Daily Telegraph)

Það gengur erfiðlega hjá United að endursemja við Herrera og Juan Mata (30). Báðir vilja þeir háar launahækkanir. (Mirror)

Langtímaframtíð Frank Lampard sem stjóra Derby er vafa þar sem eigandinn Mel Morris er að reyna að spara áður en hann selur félagið. (Times)

Stephan Lichsteiner (35) hefur rætt við Arsenal um nýjan samning en er óviss um það hvort hann verði áfram hjá félaginu. (Sky Sports)

Arsenal er líklegasta félagið til að fá Franck Kessie (22), miðjumann frá AC Milan. (Tuttomercato)

Rui Costa, stjóri knattspyrnumála hjá Benfica, telur að það verði erfitt að halda Joao Felix (19) hjá félaginu. Hann hefur verið orðaður við flest stórlið Evrópu. (Tuttosport)
Athugasemdir
banner
banner
banner