Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. mars 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM í dag - Lars og Helgi hefja leik
Helgi Kolviðsson, landsliðsþjálfari Liechtenstein.
Helgi Kolviðsson, landsliðsþjálfari Liechtenstein.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undankeppnin fyrir EM alls staðar 2020 er farin af stað og heldur hún áfram að rúlla í dag.

Það eru leikir yfir allan daginn og er fyrsti leikur klukkan 14:00 þegar Georgía fær Sviss í heimsókn. Við Íslendingar þekkjum lið Sviss vel eftir að hafa verið með þeim í riðli í Þjóðadeildinni. Við töpuðum báðum leikjunum gegn Sviss og viljum við allra helst gleyma fyrri leiknum sem var úti í Sviss.

Klukkan 17:00 eru þrír leikir. Til að mynda mætast Svíþjóð og Rúmenía, og Malta og Færeyjar.

Síðustu leikir dagsins eru svo klukkan 19:45. Lars Lagerback og lærisveinar hans í norska landsliðinu spila við Spánverja á útivelli og Ítalía mætir Finnlandi.

Þá spilar Liechtenstein, sem Helgi Kolviðsson stýrir, gegn Grikklandi. Það verður áhugaverður leikur.

Leikir dagsins:

Riðill D
14:00 Georgía - Sviss (Stöð 2 Sport)
17:00 Gíbraltar - Írland

Riðill F
17:00 Svíþjóð - Rúmenía (Stöð 2 Sport)
17:00 Malta - Færeyjar
19:45 Spánn - Noregur (Stöð 2 Sport)

Riðill J
19:45 Liechteinstein - Grikkland
19:45 Ítalía - Finnland (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Bosnía - Armenía
Athugasemdir
banner
banner
banner