Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. mars 2021 09:20
Elvar Geir Magnússon
Chilwell ánægður með samkeppnina við Shaw
Chilwell ásamt félögum sínum í enska landsliðinu.
Chilwell ásamt félögum sínum í enska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Ben Chilwell, leikmaður Chelsea, segist spenntur fyrir komandi landsliðsverkefni en enskir fjölmiðlar telja að hann sé að fara í baráttu við Luke Shaq um hvor verði byrjunarliðsmaður í vinstri bakverði á Evrópumótinu í sumar.

„Hjá Chelsea ertu með tvo eða þrjá góða leikmenn að berjast um hverja stöðu og hjá enska landsliðinu á það að vera eins. Ef ég og Luke erum í samkeppni um að byrja og að reyna að sýna hver er í besta forminu þegar að mótinu kemur þá er það bara jákvætt," segir Chilwell.

Frammistaða Chilwell, sem er 24 ára, hefur orðið betri eftir stjóraskiptin þegar Thomas Tuchel tók við af Frank Lampard.

„Ef þú horfir til leikaðferðarinnar sem England spilar þá hjálpar leikaðferð Chelsea í dag mikið til að gera okkur undirbúna fyrir EM. Við höfum rætt þetta, sérstaklega ég og Reece James. Vonandi hjálpar það möguleika okkar á að spila fyrir landsliðið," segir Chilwell.

Luke Shaw hefur verið einn besti leikmaður Manchester United og samkeppnin því akaflega hörð.
Athugasemdir
banner
banner
banner