Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 23. mars 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Chilwell um Meistaradeildina: Við eigum klárlega möguleika
Ben Chilwell í leik með Chelsea
Ben Chilwell í leik með Chelsea
Mynd: Getty Images
Enski vinstri bakvörðurinn Ben Chilwell segir að Chelsea eigi góðan möguleika á að bæta tveimur bikurum í bikarasafnið á þessari leiktíð.

Thomas Tuchel tók við Chelsea eftir að Frank Lampard var rekinn frá félaginu í byrjun árs en Tuchel hefur gjörbreytt liðinu og ekki tapað leik síðan hann tók við.

Liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar og er þá einnig í undanúrslitum enska bikarsins en Chilwell segir að liðið eigi mjög góða möguleika á að vinna tvo titla.

„Það er 100 prósent möguleiki á því. Við erum í báðum keppnum og að spila vel, en við erum ekkert að tala um þetta í augnablikinu," sagði Chilwell.

„Þetta er smá klisja en við erum bara að hugsa um eina viku í einu og stjórinn hefur sagt okkur hvað við þurfum að gera. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur á æfingum og fara í alla leiki með sama hugarfar," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner