Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 23. mars 2021 14:30
Enski boltinn
Endurnýjun framundan hjá Tottenham - Alli og fleiri á förum?
Dele Alli.
Dele Alli.
Mynd: Getty Images
Tottenham stuðningsmennirnir Ingimar Helgi Finnsson og Hjálmar Örn Jóhannsson spá því að miklar breytingar verði á leikmannahópi liðsins í sumar.

„Það þarf mikil endurnýjun að eiga sér stað í sumar og í næstu gluggum," sagði Ingimar í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

„Serge Aurier, Matt Doherty á ekki heima þarna, Eric Dier má fara meðan það er eitthvað hægt að fá fyrir hann, Harry Winks. Dele Alli, okkar maður. Ég held að það væri best fyrir hann að fara annað. Hann þyrfti að fara í aðra deild."

Hjálmar Örn sagði: „Ég er mikill Dele Alli maður en ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með hugarfarið hjá honum. Að menn gíri sig ekki upp."

Ingimar bætti við: „Hann hefur spilað eins fótbolta í tvö ár. Ekki halda að niðursveiflan hafi byrjað hjá honum þegar Mourinho tók við. Þetta var löngu byrjað hjá Pochettino."

Hér að neðan má hlusta á þátt vikunnar en þar var rætt meira um Tottenham. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Spurs, landsleikir og draumalið
Athugasemdir
banner
banner