Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 23. mars 2021 15:48
Elvar Geir Magnússon
Heimild: umfg.is 
Gummi Magg hættur hjá Grindavík af persónulegum ástæðum
Guðmundur Magnússon.
Guðmundur Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Guðmundur Magnússon hefur rift samningi sínum við Grindavík.

„Knattspyrnudeild Grindavíkur og Guðmundur Magnússon hafa komist að samkomulagi um starfslok og hefur Guðmundur því leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Samkomulagið er gert í góðri sátt á milli aðila og átti Guðmundur frumkvæðið að því að ljúka samstarfinu af persónulegum ástæðum," segir í tilkynningu Grindvíkinga.

„Knattspyrnudeild Grindavíkur vill koma á framfæri þökkum til Guðmundar fyrir sitt framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni."

Guðmundur er 29 ára gamall framherji og lék 15 leiki í deild og bikar með Grindavík á síðustu leiktíð. Í þeim leikjum skoraði Guðmundur 6 mörk. Alls hefur Guðmundur skoraði 72 mörk í 221 leik í deild og bikar á ferli sínum.

„Ég vil þakka UMFG kærlega fyrir samstarfið. Ég óska leikmönnum, þjálfurum og þeim sem standa að liðinu alls hins besta," segir Guðmundur Magnússon í tilkynningunni.

Sigurbjörn Hreiðarsson er þjálfari Grindavíkur en liðið hafnaði í fjórða sæti í Lengjudeildinni í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner