Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 23. mars 2021 18:11
Victor Pálsson
Kroos dregur sig úr þýska landsliðshópnum
Icelandair
Mynd: Getty Images
Toni Kroos verður ekki með þýska landsliðinu sem mætir því íslenska í undankeppni HM á fimmtudag.

Þetta var staðfest nú rétt í þessu en Kroos hefur dregið sig úr hópnum vegna öðvameiðsla.

Kroos er einn miklvægasti leikmaður Þýskalands en hann er leikmaður Real Madrid og á að baki 101 landsleik.

Kroos er farinn aftur til Spánar eftir að hafa æft með löndum sínum síðustu daga fyrir landsliðsverkefnið.

Fyrr í dag var greint frá því að Niklas Sule yrði ekki með Þýskalandi en hann er einnig að glíma við meiðsli.

Hjá Íslandi er Gylfi Þór Sigurðsson fjarri góðu gamni en eiginkona hans, Alexandra Helga Ívarsdóttir, á von á barni.
Athugasemdir
banner
banner
banner