Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 23. mars 2021 19:06
Victor Pálsson
Landsliðsþjálfarinn efast stórlega um að Van Dijk spili með Liverpool
Mynd: Getty Images
Frank de Boer, landsliðsþjálfari Hollands, efast stórlega um að Virgil van Dijk spili með Liverpool aftur á þessari leiktíð.

Van Dijk hefur verið frá keppni síðan í október en hann meiddist þá í 2-2 jafntefli við Liverpool - Hollendingurinn sleit þá krossband í hné.

Van Dijk hefur verið á fínum batavegi síðustu vikur og vonast til að verða klár áður en flautað er til leiks á EM í sumar.

„Ég get skilið að Liverpool vilji ekki setja neina pressu á Virgil og við viljum ekki gera það heldur," sagði De Boer.

„Við vitum að hann á átta vikur eftir í endurhæfingu. Ég veit ekki hvort það sé nóg svo að hann nái EM. Ég hef rætt við hann, hann byrjar að æfa bráðlega en það getur ýmislegt gerst."


„Ef þetta dregst um viku eða tvær þá gæti það þýtt að hann spili ekki einn leik með Liverpool á tímabilinu."

„Ef hann nær að gera eitthvað fyrir Liverpool og mögulega okkur þá yrði það bónus. Ég er ekki að treysta á það að svo stöddu. Ef það myndi gerast væri það frábært fyrir landsliðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner