Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. mars 2021 21:33
Victor Pálsson
Leikmenn Tottenham hafa trú á Mourinho
Mynd: Getty Images
Leikmenn Tottenham styðja við bakið á Jose Mourinho, stjóra liðsins, að sögn vængmannsins Lucas Moura.

Gengi Tottenham hefur verið fyrir neðan væntingar á tímabilinu og datt liðið úr Evrópudeildinni gegn Dinamo Zagreb í síðustu viku.

Talað er um að Mourinho sé orðinn valtur í sessi en það myndi kosta félagið mikið að reka hann úr starfi.

Lucas segir þó að það séu allir í sama liði hjá Tottenham og að stjórinn sé engin undantekning.

„Þetta hefur verið mjög slæm vika fyrir okkur alla og tilfinningin var ekki góð. Gegn Aston Villa þá sýndum við okkar rétta lit og karakter," sagði Lucas.

„Það góða við fótbolta er að þú hefur engan tíma til að gráta. Við ræddum um leikinn gegn Dynamo. Stjórinn sagði mikið af hlutum við okkur en hluti sem fara ekki lengra."

„Við stöndum allir saman og erum í sama bát. Við töpum saman og við vinnum saman. Það sem gerðist í Króatíu er okkur að kenna. Við vorum á vellinum og við vildum vinna."

„Við vitum að það eru margir að styðja okkur í sjónvarpinu. Við spilum fyrir okkar fjölskyldur, við spilum fyrir stoltið og stöndum saman."

„Við höfum trú á stjóranum. Við höfum trú á honum því við þekkjum hans sögu. Við viljum bara ná árangri hérna."
Athugasemdir
banner
banner
banner