Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. mars 2021 20:01
Victor Pálsson
Neville segir Man Utd næst besta lið Englands
Mynd: Getty Images
Manchester United er næst besta lið Englands að sögn Gary Neville sem er fyrrum leikmaður félagsins.

Man Utd er í öðru sæti deildarinnar þessa stundina en er aðeins einu stigi á eftir Leicester sem situr í þriðja sætinu.

Það er þó enn langt í topplið Manchester City sem er með 14 stiga forystu eftir að hafa leikið einum leik meira.

„Ég tel ennþá að Man Utd sé næst besta lið Englands. Núverandi staðan í deildinni gæti verið í hættu en ég held að United sé nógu gott lið til að ná öðru sætinu að lokum," sagði Neville.

„Að enda fyrir neðan annað sætið væri mikið svekkelsi en þeir þurfa nú að reyna enda eins nálægt Manchester City og hægt er. Það skiptir máli hversu langt frá toppliðinu þú ert."

„Þú verður a ðgeta hugsað til baka og hugsað 'hvar hefðum við getað náð í þessi fjögur eða átta stig?'
Athugasemdir
banner
banner
banner