Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. mars 2021 22:03
Victor Pálsson
Obi Mikel opnar sig um martröðina undir Conte: „Ég stóð upp og strunsaði út"
Mynd: Getty Images
John Obi Mikel, fyrrum leikmaður Chelsea, hefur opnað sig um sambans hans og Antonio Conte en þeir unnu saman hjá enska félaginu.

Conte tók við á Stamford Bridge árið 2016 og bannaði þá Obi Mikel að ferðast með nígeríska landsliðinu á Ólympíuleikana.

Obi Mikel var skipað að velja á milli félagsliðs og landsliðs en hann vildi alls ekki missa af tækifærinu að fara á mótið með sinni þjóð.

Nígería vann til bronsverðlauna á mótinu en það kostaði miðjumanninn sæti í leikmannahóp Chelsea. Obi Mikel yfirgaf svo Chelsea fyrir Tianjin Teda í Kína eftir 11 ára dvöl hjá félaginu.

„Ég var kallaður í landsliðshópinn og það var draumur fyrir mig. Það er draumur allra að fara á Ólympíuleikana. Já leikmenn vilja vinna Meistaradeildina og HM en Ólympíuleikarnir eru risastórt mót," sagði Mikel.

„Þessi náungi [Conte] hafði verið þarna í fimm mínútur og sagði að ég þyrfti að velja. Hann sagði að ef ég myndi fara þá væri ég ekki hluti af þessu liði. Ég ræddi við félagið og sagði þeim að ég vildi ferðast með landsliðinu."

„Félagið bar virðingu fyrir því vegna þess sem ég hafði gert fyrir þau og hversu lengi ég hafði verið þarna."

„Ég spilaði á mótinu og mér leið eins og mér væri refsað fyrir það. Ég kom til baka og var ekki í hópnum. Ég var aldrei aftur valinn á leikdegi."

„Það fyndna er að fyrir janúargluggann þá kom hann að mér og sagðist vilja fund með mér. Þetta var eftir að ég hafði æft einn í marga mánuði og hann kom svona fram við leikmann sem hafði spilað með Chelsea í öll þessi ár."

„Hann reyndi að sættast við mig og sagðist þurfa á mér að halda. Ég spurði bara hvort hann væri að grínast, er þér alvara? Hann vissi að ég vildi fara. Ég stóð upp og strunsaði út. Þú mátt ekki koma svona fram við manneskju."

„Ég gat ekki beðið eftir opnum gluggans til að komast burt. Ég ræddi við stjórnina og útskýrði að ég þyrfti að fara. Þau voru sammála og sýndu því skilning."

Athugasemdir
banner
banner
banner