Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. mars 2021 13:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Patrik orðinn betri en karl faðir hans - „Fæ góða hjálp frá honum"
Icelandair
Gunnar Sigurðsson varði mark FH á sínum tíma
Gunnar Sigurðsson varði mark FH á sínum tíma
Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason
Gunnar Sigurðsson lék á sínum tíma vel yfir 100 leiki í efstu deild. Hann lék með HK, ÍBV, KFS, FH og Fjölni á sínum ferli og kom hans síðasti leikur árið 2012. Hann lék m.a. ellefu leiki þegar FH varð Íslandsmeistari sumarið 2008.

Gunni var markvörður og er sonur hans, Patrik Sigurður, nú að undirbúa sig fyrir fyrsta leik í lokakeppni Evrópumótsins með U21 árs landsliði Íslands. Patrik var spurður út í Gunna í Teams-viðtali í dag.

Gunni lék á sínum tíma sautján landsleiki fyrir yngri landslið Íslands samkvæmt vefsíðu KSÍ.

Sjá einnig:
Segir engan svindlara í hópnum - „Höfum íslenska DNA-ið fram yfir hin liðin"

Faðir þinn, Gunnar, var einn fremsti markvörður landsins í mörg ár. Leitaru í hans banka þegar þú ert að bæta þig og hvernig eru ykkar samskipti um leikinn?

„Ég tala við hann nánast á hverjum degi og sérstaklega um fótbolta daginn eftir leik. Hann horfir á alla leiki, ef það eru einhver vafaatriði þá hef ég oft rætt við hann og það er gott að fá utanaðkomandi álit," sagði Patrik.

„Þó að ég sé örugglega betri núna en hann var þá kann hann þetta líka og ég fæ góða hjálp frá honum," bætti Patrik við.


Patrik á æfingu liðsins í dag
Athugasemdir
banner
banner