Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 23. mars 2021 13:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Segir engan svindlara í hópnum - „Höfum íslenska DNA-ið fram yfir hin liðin"
Icelandair
Patrik á æfingu í dag
Patrik á æfingu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Markmennirnir á æfingu í dag.
Markmennirnir á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri og teymið
Davíð Snorri og teymið
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Patrik Sigurður Gunnarsson, einn af markvörðum U21 árs landsliðsins, sat fyrir svörum í Teams viðtali í dag.

U21 landsliðið er í Györ í Ungvarjalandi og tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins. Fyrsti leikur er gegn Rússlandi á fimmtudag. Davíð Snorri Jónasson tók við sem þjálfari liðsins snemma á þessu ári eftri að undankeppninni lauk. Áður voru þeir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen þjálfarar liðsins.

Hvernig hafa fyrstu æfingarnar hjá nýjum þjálfara verið?

„Þetta hefur gengið mjög vel. Davíð vissi hverju hann var að ganga að. Hann hefur verið í miklu sambandi við fyrrum þjálfara og hann hefur sagt í viðtölum að hann ætli ekki að breyta miklu. Hann hefur fyrstu dagana verið að herða á því sem við höfum verið að gera og það hefur gengið vel," sagði Patrik.

Stefán Teitur Þórðarson sat einnig fyrir svörum og voru þeir báðir spurðir út í það sama. Er einhver sem er mesti svindlarinn í spilum upp á hóteli eða telur viljandi vitlaust á æfingu?

„Þetta er góð spurning. Það er enginn sem svindlar í spilunum. Það er meira í reit á æfingum sem nokkrir svindla. Það er upp á fjörið og það er gaman," sagði Stefán.

„Menn eru bara að hafa gaman og það er gott að menn séu að djóka á milli sín, kveikja í mönnum og halda mönnum á tánum," bætti Stefán við.

„Ég held að það sé enginn svindlari. Menn láta ekkert komast upp með neitt kjaftæði. Það eru flestir hérna mjög heiðarlegir," sagði Patrik.

Veistu núna hvort þú byrjar fyrsta leik á fimmtudag?

„Ég veit það ekki. Það er eðlilega ekki búið að tilkynna liðið. Ég spilaði átta af níu leikjum í undankeppninni og gerði það nokkuð vel. Ég er alltaf klár þegar kemur að kallinu,"

Hvernig metur þú möguleika liðsins?

„Ég held að við eigum mjög góða möguleika. Þetta er erfiður riðill en það sem við höfum fram yfir hin liðin er þetta íslenska DNA og liðheildin. Það er hægt að fara ótrúlega langt á henni. Við ætlum að fá fleiri leiki og til þess að gera það þá verðum við að enda í topp tveimur."

Ein aðsend spurning að lokum, ertu mikið í því að tækla menn í uppspili á æfingum?

„Haha nei nei, ég spila oft framarlega sem markvörður og er tilbúinn að 'sweep-a'. Jú jú, það hefur alveg komið fyrir að maður hefur tekið menn niður á uppspilsæfingum en menn hlægja bara að því í dag," sagði Patrik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner