Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. mars 2021 19:29
Victor Pálsson
Shaw nýr leikmaður undir Solskjær - Missti allt sjálfstraust hjá Mourinho
Mynd: Getty Images
Luke Shaw viðurkennir að hann hafi ekki verið með neitt sjálfstraust undir stjórn Jose Mourinho hjá Manchester United.

Þessi 25 ára gamli leikmaður hefur spilað afar vel fyrir Man Utd á þessu tímabili og virkar nýr leikmaður undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

Shaw var nýlega valinn í enska landsliðið á ný, eitthvað sem virkaði kannski eins og fjarlægður draumur undir Mourinho árið 2018.

Mourinho átti það til að gagnrýna Shaw opinberlega og átti hann í erfiðleikum með að vinna undir stjórn Portúgalans.

„Ég ætla ekki að láta eins og ég hafi verið lítill krakki sem var settur undir pressu því hjá félagi eins og Manchester United þá ertu alltaf undir pressu, það gerir þig andlega sterkari," sagði Shaw.

„Á þessum tíma þá var ég með ekkert sjálfstraust, ég var að missa trú. Ég tel að það hafi breyst undir Ole. Hann kom rétt fram við mig og ég fékk sjálfstraustið til baka. Ég nýt þess að spila þessa stundina."
Athugasemdir
banner
banner
banner