Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 23. mars 2021 17:00
Enski boltinn
Spáir því að Mourinho endi í 4. sæti og nái titli
Jose Mourinho stjóri Tottenham.
Jose Mourinho stjóri Tottenham.
Mynd: Getty Images
Hjálmar Örn Jóhannsson, stuðningsmaður Tottenham, er bjartsýnn fyrir lokasprettinn á tímabilinu.

Hjálmar telur að Jose Mourinho muni stýra lærisveinum í Meistaradeildarsæti og til sigurs í úrslitum enska deildabikarsins gegn Manchester City í næsta mánuði.

„Ég fattaði þetta um helgina. Það sem mun gerast er það að Tottenham endar í 4. sæti og nú munu margir grenja úr hlátri," sagði Hjammi í þættinum.

„Chelsea endar í 5. sæti. Tottenham vinnur deildabikarinn og Chelsea vinnur ekki neitt. Allir voru að tala um Tuchel og hvað honum gekk vel en Mourinho mun segja: 'Hvað nú, ég er í 4. sæti leið í Meistaradeildina og vann bikarinn á meðan hann vann ekkert.' Ég skal lofa ykkur því að þetta verður fyrirsögnin."

Mourinho hefur fengið sinn skammt af gagnrýni á tímabilinu en Hjammi hefur sýnt honum stuðning allan tímann.

„Ég er orðinn eins og einhver talsmaður Mourinho en ég hef ennþá trú á því að hann geti þetta kallinn," sagði Hjammi.

Hér að neðan má hlusta á þátt vikunnar en þar var rætt meira um Tottenham. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Spurs, landsleikir og draumalið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner