Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. mars 2021 10:15
Elvar Geir Magnússon
Suarez aðeins hrifnari af Haaland en Mbappe
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: Getty Images
Á dögunum var skoðanakönnun á forsíðu Fótbolta.net þar sem spurt var: Hvor er betri, Kylian Mbappe eða Erling Haaland?

Yfir fjögur þúsund manns tóku þátt og 57% völdu Mbappe og 43% merktu við Haaland. Ef Luis Suarez tók þátt í þessari könnun (útilokum ekkert) þá valdi hann Haaland.

„Haaland er frábær leikmaður. Hann er með ótrúlegan líkamlegan kraft og er ein besta 'nía' heims. Hann mun ríkja yfir ákveðnu tímabili," segir Suarez.

„Mbappe er frábær en ég er aðeins hrifnari af Haaland."

Haaland hefur spilað gríðarlega vel fyrir Borussia Dortmund en hann hefur verið orðaður við mörg af stærstu félögum heims.
Athugasemdir
banner
banner
banner