Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. mars 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Þá var hann ekki búinn að verja víti frá Messi, hann er aðeins stærri núna"
Þeir Almarr og Hannes léku saman hjá Fram.
Þeir Almarr og Hannes léku saman hjá Fram.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Almarr og Haukur í leik á síðustu leiktíð
Almarr og Haukur í leik á síðustu leiktíð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Almarr Ormarsson varð í síðasta mánuði Valsari í fyrsta skiptið þegar hann skrifaði undir samning við félagið.

Almarr er miðjumaður sem leikið hefur með KA, Fram, KR og Fjölni á sínum ferli. Hann var til viðtals í gærkvöldi og var hann spurður út í hlutina hjá Val.

Núna þegar þú ert orðinn leikmaður Vals, og líka þegar þú varst að æfa með liðinu, ertu spenntari fyrir því að æfa með einhverjum leikmanni heldur en öðrum?

„Það eru mörg stór nöfn í þessu liði. Þeir leikmenn sem ég hef kannski mest horft á í gegnum tíðina eru þeir Kristinn Freyr [Sigurðsson] og Haukur Páll [Sigurðsson]. Annars vegar þessi djúpi miðjumaður og hins vegar þessi sóknarsinnaði, einmitt þau hlutverk sem mér finnst gaman að sinna.“

„Að æfa með landsliðsbakverðinum Birki Má er frábært og svo hitti ég vin minn hann Hannes aftur sem ég var með í Fram á sínum tíma, þá var hann ekki búinn að verja víti frá Messi, hann er aðeins stærri núna,“
sagði Almarr og hló.

„Svo er Patrick Pedersen besti framherji deildarinnar. Það er gaman að hitta Arnór Smára aftur, ég var með honum í yngri landsliðinum, það verður gaman að sjá hann í sumar. Ég gæti talið upp allt liðið og haldið svona áfram í allt kvöld.“

Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart, hvort sem það er í umgjörðinni eða einhver leikmaður á æfingu?

„Ég þekki þessa leikmenn flesta svo vel og spilað á móti þeim milljón sinnum. Kristófer sem kom frá Haukum er samt leikmaður sem virkar ekki á mig sem sautján/átján ára leikmaður. Auðvitað á maður eftir að sjá hann í alvöru leikjum en á æfingum er hann mjög flottur.“

„Hvað umgjörðina varðar þá er það hversu vel er hugsað um allt. Það er t.d. styrktarþjálfari sem sér um alla meistaraflokkana í Val, held ég í öllum íþróttum. Bara það að hann sjái um upphitun fyrir okkur sem erum á bekknum áður en við komum inn á, ég held að allir leikmenn sem hafa þurft að sitja á bekknum einhvern tímann kannist við það að það getur verið mjög erfitt að hita upp þegar maður á að fara koma inn á."

„Það batterí allt og hvernig sú umgjörð er finnst mér mjög flott. Þessi smáatriði sem gleymast oft eru alveg tipptopp,"
sagði Almarr
Athugasemdir
banner
banner