Isak, De Bruyne, Kane, Sancho, Dibling, Semenyo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. mars 2025 11:15
Elvar Geir Magnússon
1600 áhorfendur á leiknum í Murcia
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er leikdagur í Murcia þar sem seinni leikur Íslands og Kósovó fer fram. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ verða um 1.600 manns á vellinum en þar af eru um 200 stuðningsmenn Kósovó.

Hópur frá Tólfunni er mættur til Spánar til að stýra stemningunni meðal íslenskra stuðningsmanna.

Leikvangurinn Estadio Enrique Roca de Murcia tekur um 30 þúsund manns.

Leikur Íslands og Kósovó verður klukkan 17 í dag að íslenskum tíma, 18 að staðartíma. Kósovó vann fyrri leikinn 2-1 og möguleiki á að leikurinn í dag endi í framlengingu og jafnvel vítakeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner