Vigdís Lilja Kristjánsdóttir var í byrjunarliði Anderlecht og skoraði hún eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Club Brugge í gær.
Anderlecht er í titilbaráttu í belgísku deildinni og er hin 19 ára gamla Vigdís Lilja búin að vera hjá félaginu í tæplega tvo mánuði.
Vigdís Lilja er aðeins 19 ára gömul og var þetta hennar fyrsta mark fyrir Anderlecht, eftir að hafa leikið með Breiðabliki í Bestu deild kvenna í fyrra. Vigdís Lilja skoraði 11 mörk í 23 deildarleikjum með Breiðabliki í fyrra.
Sjáðu markið gegn Club Brugge
Athugasemdir