banner
   þri 23. apríl 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Fer Rodri til Manchester City fyrir metfé?
Rodri í leik með Atlético Madrid
Rodri í leik með Atlético Madrid
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, vill ólmur kaupa spænska miðjumanninn Rodri frá Atletico Madrid í sumar.

Rodri er 22 ára gamall og hefur spilað glimrandi vel með Atlético en hann er uppalinn hjá félaginu. Hann fór árið 2013 til Villarreal en snéri aftur á síðasta ári.

Guardiola er mikill aðdáandi Rodri og vill hann fá hann til Manchester City í sumar og er hann tilbúinn að borga metfé fyrir hann.

Riyad Mahrez er dýrasti leikmaðurinn í sögu City en hann kostaði 60 milljónir punda.

Atlético vill fá 60,6 milljónir punda fyrir hann en það er einmitt klásúluverðið hans.

City vill fá varnarsinnaðan miðjumann til þess að leysa Fernandinho af hólmi sem er orðinn 34 ára gamall og hentar Rodri því vel í stöðuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner