þri 23. apríl 2019 10:30
Elvar Geir Magnússon
Fyrsti Bretinn sem lyfti Evrópubikar er látinn
Stytta af McNeill fyrir utan Celtic Park.
Stytta af McNeill fyrir utan Celtic Park.
Mynd: Getty Images
Billy McNeill, fyrrum fyrirliði Celtic í Skotlandi, er látinn 79 ára að aldri. McNeill er goðsögn hjá Celtic og stytta af honum fyrir utan Celtic Park.

Hann var fyrirliði Celtic þegar liðið vann Inter 2-1 í úrslitaleik Evrópukeppninnar 1967 og vann fjölda titla með félaginu. Hann var fyrsti Bretinn sem lyfti Evrópubikar.

Hann átti síðan eftir að vinna titla sem stjóri Celtic og var einnig stjóri Manchester City og Aston Villa á sínum tíma.

Vitglöp voru að hrjá hann á lokaárum ævi sinnar og gat hann ekki talað undir það síðasta.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner