Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. apríl 2019 13:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola bregst við sífelldum meiðslum De Bruyne
Belginn ekki með gegn Man Utd
De Bruyne er meiddur.
De Bruyne er meiddur.
Mynd: Getty Images
Manchester United og Manchester City eigast við í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

Belgíski landsliðsmaðurinn Kevin de Bruyne verður ekki með City í leiknum en hann fór meiddur af velli í sigrinum gegn Tottenham síðasta laugardag.

Vangaveltur hafa verið í gangi um hvort De Bruyne verði frá út tímabilið en City er í hörðu einvígi við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn.

Pep Guardiola var spurður að því á fréttamannafundi í dag hversu lengi De Bruyne yrði frá?

„Þetta er vöðvavandamál og við vitum meira á næstu dögum. Það er allavega ljóst að hann verður ekki með á morgun," segir Guardiola.

Meiðsli hafa verið að plaga þennan frábæra leikmann á tímabilinu og segir Guardiola að læknalið City muni vinna með honum í sumar til að fyrirbyggja að þetta endurtaki sig ekki á næsta tímabili.

Guardiola ánægður með Mahrez
Sögusagnir hafa verið í gangi um að Riyad Mahrez hefði hótað því að fara frá Manchester City vegna óánægju með spiltíma.

„Riyad verður með okkur á næsta tímabili og tímabilinu þar á eftir. Ég þarf ekkert að ræða við hann. Hann er okkar leikmaður og við erum hæstánægðir með hann. Hann er ánægður, við erum ánægðir. Allir vita hvernig samkeppnin er hérna."
Athugasemdir
banner
banner
banner