þri 23. apríl 2019 12:15
Brynjar Ingi Erluson
Inter komið í baráttuna um Ziyech
Hakim Ziyech er einn af lykilmönnum Ajax
Hakim Ziyech er einn af lykilmönnum Ajax
Mynd: Getty Images
Hakim Ziyech, leikmaður Ajax í Hollandi, er einn af leikmönnnum liðsins sem stórliðin í Evrópu fylgjast með en Inter er komið í baráttuna um hann.

Ziyech er 26 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður og fæddur í Hollandi en á rætur sínar að rekja til Marokkó. Hann spilaði fyrir öll yngri landslið Hollands en valdi að spila fyrir A-landslið Marokkó.

Hann er uppalinn hjá Heerenveen en fór þaðan til Twente árið 2014 þar sem hann spilaði í tvö ár áður en hann fór til Ajax árið 2016.

Ziyech hefur verið lykilmaður í sóknarleik Ajax á þessu tímabili og er kominn með 19 mörk í öllum keppnum en liðið er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu auk þess sem liðið er í baráttu við PSV um titilinn.

Inter er tilbúið að borga 40 milljónir evra fyrir hann en liðið er þó með samkeppni frá félögum á borð við Liverpool, Barcelona, Manchester City og Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner