Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. apríl 2019 12:55
Elvar Geir Magnússon
Solskjær segist vera sá rétti fyrir Man Utd
Rétti maðurinn til að leiða United áfram?
Rétti maðurinn til að leiða United áfram?
Mynd: Getty Images
Efasemdarraddir heyrast strax um Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United. Liðið tapaði 4-0 gegn Everton á sunnudaginn.

Margir efast um að United, sem mætir Manchester City annað kvöld, nái að krækja í Meistaradeildarsæti.

Solskjær var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort hann væri besti aðilinn í stjórastól United?

„Ég vil segja já en ég er ekki rétti aðilinn til að dæma það. Ég hef trú á mínu liði og mér sjálfum, ég tel mig vera rétta manninn til að takast á við þetta stóra verkefni. Ég er ekki hrifinn að því að tapa en það er áskorun þegar þarf að fara í gegnum erfiðan kafla," segir Solskjær.

Það má búast við mörgum breytingum á leikmannahópi United í sumar.

„Það er alltaf krísa hjá Manchester United þegar þú tapar. Manchester City og Liverpool eru einu liðin sem hafa fengið fleiri stig undanfarna átján leiki. Strákarnir hafa verið að gera magnaða hluti. Við höfum tapað þremur af síðustu fimm deildarleikjum og það er of mikið. En svona er fótboltinn."

Solskjær segir að lið United hefði ekki getað fengið betri leik til að svara fyrir tapið gegn Everton en leikinn gegn grönnum sínum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner