þri 23. apríl 2019 07:35
Elvar Geir Magnússon
Stjörnur yfirgefa Man Utd ef ekki næst Meistaradeildarsæti
Powerade
Lukaku og Pogba.
Lukaku og Pogba.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Bale, Rodri, Sessegnon, Trippier, Mustafi, Vidal, Grealish og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman.

Real Madrid ætlar að selja velska sóknarleikmanninn Gareth Bale (29) í sumar. Ef það kemur ekki álitlegt tilboð er möguleiki á að hann verði lánaður. (Marca)

Bale gæti farið til Manchester United á láni á tilboðsverði, kringum fimm milljónir punda. (Marca)

Markvörðurinn David de Gea (28), miðjumaðurinn Paul Pogba (26) og belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku (25) munu allir íhuga framtíð sína ef Manchester United kemst ekki í Meistaradeildina. (Guardian)

Juventus er tilbúið að veita Tottenham samkeppni um Ryan Sessegnon (18), vinstri bakvörð Fulham. (Express)

Tottenham er tilbúið að selja enska landsliðsbakvörðinn Kieran Trippier (28) í sumar. Manchester United og Napoli hafa áhuga. (Sun)

Unai Emery ætlar að hreinsa til í leikmannahópi Arsenal í sumar. Þýski landsliðsvarnarmaðurinn Shkodran Mustafi (27) er meðal leikmanna sem eru til sölu. (Mail)

Crystal Palace gæti reynt að fá enska miðjumanninn Jack Grealish (23) frá Aston Villa ef félagið missir Wilfried Zaha (26). (Mail)

Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, telur að Patrick Vieira (42), stjóri Nice, hafi sýnt að hann sé með það sem þarf til að verða stjóri Arsenal í framtíðinni. Vieira er fyrrum miðjumaður Arsenal. (Times)

Barcelona mun líklega bjóða Arturo Vidal (31) eins árs framlengingu við núgildandi samning sem rennur út 2021. (Sport)

Wolves og Sporting Lissabon vilja fá hinn portúgalska Rafael Camacho (19) frá Liverpool. (Birmingham Mail)

Yaya Toure (35) fyrrum miðjumaður Manchester City hefur áhuga á að fara til Bandaríkjanna eða til Kína. (Goal)

Talið er að Manchester United muni græða 50 milljónir punda á þátttöku sinni í Meistaradeildinni á þessu tímabili, þrátt fyrir að hafa fallið úr leik gegn Barcelona í 8-liða úrslitum. (Sun)

David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United, telur að Rauðu djöflarnir nái ekki topp fjórum á þessu tímabili. (Sun)

Virgil van Dijk (27), varnarmaður Liverpool, hefur sagt Manchester United að félagið þurfi fyrst og fremst að gera sjálfu sér greiða í grannaslagnum gegn Manchester City á Old Trafford annað kvöld. (Express)

Jurgen Klinsmann, fyrrum þjálfari Þýskalands og Bandaríkjanna, blæs á þær sögusagnir að hann gæti tekið við sem þjálfari Hertha Berlín. (Goal)

Ben Foster, markvörður Watford, segir að Elton John, fyrrum formaður félagsins, ætti að hætta við fyrirhugaða tónleika í Kaupmannahöfn til að ná bikarúrslitaleiknum þann 18. maí. (Sun)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner