þri 23. apríl 2019 10:50
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Tvö mjög sterk lið úr hópnum hjá Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Freyr er á meiðslalistanum.
Kristinn Freyr er á meiðslalistanum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Vals búa yfir gríðarlegri breidd eins og fjallað var um í upphitunarþætti Pepsi Max-deildarinnar á X977 síðasta laugardag.

Til gamans var sett saman byrjunarlið úr þeim leikmönnum Vals sem ekki byrjuðu leikinn gegn Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ í síðustu viku.

Í því liði má finna einn besta miðvörð deildarinnar, Eið Aron Sigurbjörnsson, sem missti af leiknum gegn Stjörnunni vegna meiðsla. Búist er við því að hann snúi aftur í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar en Valur á opnunarleik gegn Víkingi á föstudag.

Kristinn Freyr Sigurðsson er einnig meiddur en óvíst er hvenær hann mun snúa aftur.



Sveinn Sigurður Jóhannesson og Kristinn Ingi Halldórsson komust ekki í liðið sem búið var til í þættinum og undirstrikar það breiddina enn frekar!

Valsmönnum er spáð þeirra þriðja Íslandsmeistaratitli í röð í spá Fótbolta.net en farið var yfir hana í þættinum.




Athugasemdir
banner
banner
banner