Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 23. apríl 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Adebayor neitar að styrkja í Tógó vegna kórónuveirunnar
Vill ekki hjálpa.
Vill ekki hjálpa.
Mynd: Getty Images
Emmanuel Adebayor, fyrrum leikmaður Arsenal, Tottenham og Manchester City, ætlar ekki að styrkja baráttuna við kórónuveiruna í heimalandi sínu Tógó með fjárframlögum.

Hinn 36 ára gamli Adebayor er auðugur eftir ferilinn en hann segir ekki koma til greina að leggja til fé í baráttunni.

„Ég ætla ekki að leggja til fé. Það er mjög einfalt. Ég geri það sem ég vil og borða það sem ég vil. Fólk á eftir að gagnrýna mig síðar meir fyrir að leggja ekki til fé í baráttunni i Lome (höfuðborg Togo)," sagði Adebayor á Facebook í gær.

Adebayor er á mála hjá Olimpia í Paragvæ þessa dagana en hann fór heim til Tógó á dögunum. Í kjölfarið fóru af stað sögusagnir um að hann hefði komði með kórónuveiruna fyrstur manna til Tógó. Sjálfur neitar hann því.

„Sumir halda því fram að ég hafi verið sá sem kom með veiruna til Lomé. Þetta er mjög leiðinlegt en svona er þetta land," sagði Adebayor.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner