fim 23. apríl 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ashley Young að framlengja við Inter
Young fagnar marki með Inter.
Young fagnar marki með Inter.
Mynd: Getty Images
Inter ætlar að verðlauna Ashley Young með nýjum eins árs samning að sögn Fabrizio Romano. Young hefur hrifið Antonio Conte, þjálfara Inter, og hæstráðendur félagsins eftir að hann kom frá Manchester United í janúar síðastliðnum.

Young skrifaði undir sex mánaða samning en Inter ætlar sér að semja við hann út tímabilið 2020/21.

Young er 34 ára gamall og spilaði hann sjö leiki með Inter áður en hlé var gert á tímabilinu á Ítalíu vegna kórónuveirufaraldursins. Faraldurinn hefur komið mjög illa út á Ítalíu.

Ákvæði er í samningi Young að Inter geti framlengt um eitt ár og ætlar Inter að nýta sér það ákvæði.

Inter var í þriðja sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar áður en hlé var gert á fótbolta þar í landi. Vonast er til þess að hægt verði að klára tímabilið á Ítalíu á einhverjum tímapunkti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner